Færsluflokkur: Menning og listir
15.9.2008 | 21:54
Langafi prakkari í leikferð um vestfirði

8.9.2008 | 15:18
BARNALEIKHÚS Á TÍMAMÓTUM

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 22:32
Leikárið að hefjast
Nýtt leikár er nú að hefjast hjá okkur í Möguleikhúsinu. Við byrjum á því að fara með hinn sívinsæla Langafa prakkara í leikferð um vestfirði. Erum þessa dagana að bóka sýningar þar og óhætt að segja að undirtektirnar séu mjög góðar. Framundan er síðan önnur leikferð með Langafa um norðurland og ferð með Sæmund fróða um austurland. Með þessum ferðum höldum við áfram að vinna að því að skapa börnum um land allt jafnan aðgang að sýningum leikhússins, því það er bjargföst trú okkar að öll börn eigi jafnan rétt á að njóta menningar hvar á landi sem þau búa. Svo má ekki heldur gleyma því hvað við höfum gaman af að ferðast um landið okkar og hitta gott fólk.
27.8.2008 | 22:58
Leikarar Möguleikhússins í heimsókn í Stundinni okkar

27.8.2008 | 22:27
Ný skrifstofa Möguleikhússins á Tjarnargötu

15.7.2008 | 19:30
Möguleikhúsið ekki lengur við Hlemm

27.6.2008 | 18:10
Fjórtándi dagur námskeiðs - lokadagur
14. dagur - 27. júní
Sýningardagurinn mikli er runninn upp. Það var mætt heldur seinna í morgun en vanalega, eða ekki fyrr en kl. ellefu. Eftir að hafa gengið endanlega úr skugga um að allt væri tilbúið fyrir sýninguna var rennt í gegnum verkið. Síðasta tækifæri til að lagfæra og fínpússa. Þá fór að líða að fyrri sýningunni og allir farnir að fá fiðrildi í magann. Klukkan tvö komu svo hingað 100 börn af leikjanámskeiðum til að horfa á sýninguna. Leikararnir stóðu sig með mikilli prýði. Hingað kom líka fjölmiðlafólk, blaðamaður frá Séð og heyrt og útvarpsmaður frá Leynifélaginu á Rás 1 sem tóku viðtal við krakkana. Sýningin fyrir aðstandendur hófst síðan kl. 17 og gekk með eindæmum vel. Fagnaðarlátum ætlaði seint að linna. Þar með er þessu skemmtilega námskeiði lokið og við í Möguleikhúsinu þökkum fyrir okkur.
26.6.2008 | 16:06
Þrettándi dagur námskeiðs
13. dagur - 26. júní
Allt á suðupunkti. Í upphafi dags hlaupa leikarar um allt hús í leit að leikmunum og búningum, mála það sem eftir á að mála, sauma það sem eftir á að sauma og þar fram eftir götunum. "Vantar einhvern blóð?" er hrópað úr einu horninu, "Á ég líka að mála augabrúnirnar að aftan?" úr öðru horni og "Ég finn ekki nefið mitt!" úr því þriðja. Með undraverðum hætti tekst þó að koma öllu heim og saman og sýningin farin að taka á sig endanlega mynd.
25.6.2008 | 14:53
Síðasta sýningin í Möguleikhúsinu við Hlemm
Frá árinu 1995 hefur Möguleikhúsið staðið fyrir leikhúsnámskeiðunum Leikhús möguleikanna fyrir börn á sumrin sem haldin hafa verið í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Um er að ræða þriggja vikna námskeið þar sem unnið er með börnunum fimm tíma á dag fimm daga vikunnar og fengist við flest þau atriði sem tengjast leikshúsuppsetningu. Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leiksýningu frá grunni, sem sýnd er í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Skapast hefur sú hefð að sýningin sé sýnd a.m.k. tvisvar, annars vegar fyrir börn á nokkrum leikjanámskeiðum og hins vegar fyrir aðstandendur barnanna.
25.6.2008 | 14:38
Tólfti dagur námskeiðs
12. dagur - 25. júní
Heldur er nú farið að færast fjör í leikinn. Við fórum að æfa í þeim búningum sem komnir eru í morgun og var mjög gaman að sjá hversu góð áhrif það hafði ákrakkana. Norrænu goðin og þursarnir lifnuðu við á sviðinu eitt af öðru. Renndum einu sinni í gegnum allt fyrir hádegið og svo aftur eftir hádegið. Allir stóðu sig með eindæmum vel og allt farið að stefna í mjög skemmtilega sýningu á föstudaginn.