Möguleikhúsið hefur tuttugasta starfsár sitt

Alli Nalli og tungliðMöguleikhúsið er nú að hefja tuttugasta starfsár sitt, en leikhúsið var stofnað á vormánuðum 2010. Að vanda verður boðið upp á úrval sýninga fyrir yngri áhorfendurna og ferðast með sýningar milli grunn- og leikskóla um land allt. Á síðasta ári hóf Möguleikhúsið samstarf við Menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti. Leiksýningin um Alla Nalla og tunglið var frumsýnd þar og einnig fór hið árlega leiklistarnámskeið fyrir börn fram þar í júní. Möguleikhúsið mun verða áfram í samstarfi við Gerðuberg í vetur, en sú dagskrá verður kynnt síðar. Fyrir áramót býður Möguleikhúsið upp á sýningar á leikritunum Alli Nalli og tunglið, Aðventa og Hvar er Stekkjarstaur? Í desember mun leikhúsið, líkt og undanfarin 14 ár, aðstoða Þjóðminjasafnið við að taka á móti íslensku jólasveinunum, en eftir áramótin hefjast sýningar á Prumpuhólnum eftir Þorvald Þorsteinsson sem áður var á dagskrá Möguleikhússins á árunum 2002-2004. Þá verður sýningum á Langafa prakkara og Landinu vifra einnig haldið áfram eftir áramótin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband