12.2.2009 | 21:54
Alli Nalli tekur á sig mynd
5.2.2009 | 16:26
Möguleikhúsið hlýtur ekki náð fyrir augum leiklistarráðs
Nýlega var tilkynnt hvaða sjálfstætt starfandi leikhús hljóta styrk frá menntamálaráðuneyti samkvæmt tilmælum leiklistarráðs. Annað árið í röð verðum við í Möguleikhúsinu að sætta okkur við að fá engan stuðning, þrátt fyrir öflugt starf og gríðarlega góðar undirtektir áhorfenda um land allt. Þá vekur athygli hversu lítils leiksýningar fyrir börn eru metnar er að úthlutun kemur, en af 66 milljónum króna sem úthlutað var voru aðeins 6,7 milljónir sérstaklega ætlaðar til uppsetninga á leikritum fyrir börn.
Það er því ljóst að róðurinn þyngist í rekstrinum á komandi mánuðum og draga verður verulega úr þeirri starfsemi sem fyrir huguð var á næstu misserum. Það er þó huggun harmi gegn að enn er í gildi starfssamningur milli leikhússins og Reykjavíkurborgar sem gerir okkur kleift að standa við áætlanir um frumsýningu á leikritinu Alli Nalli og tunglið, sem verið er að æfa um þessar mundir. Hvað framtíðin ber í skauti sér er öldungis óvíst, en samningurinn við Reykjavíkurborg rennur út nú í árslok. Hvað sem öllu líður er nokkuð ljóst að ekki er hægt að reikna með stuðningi menntamálaráðuneytis við rekstur barnaleikhúss á Íslandi, það teljum við í Möguleikhúsinu fullreynt eftir tæplega nítján ára starf.
Við í Möguleikhúsinu óskum þeim sjálfstæðu atvinnuleikhúsum sem stuðning hafa hlotið til starfsemi til hamingju með sinn hlut.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 15:15
Æfingar standa yfir á Alla Nalla
14.1.2009 | 14:20
Möguleikhúsið í Stundinni okkar
10.1.2009 | 13:36
Æfingar hafnar á Alla Nalla
Nú erum við í Möguleikhúsinu óðum að jafna okkur eftir jólatörnina, en í desember vorum við með fjölda sýninga á leikritunum Hvar er Stekkjarstaur? og Aðventu, auk þess að hafa umsjón með heimsóknum íslensku jólasveimanna í Þjóðminjasafnið. En nýtt ár hefst með nýjum verkefnum og æfingar eru nú hafnar á leikritinu um Alla Nalla og tunglið. Hér er um að ræða sýningu fyrir yngstu áhorfendurna sem byggir á bráðskemmtilegum og sívinsælum sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur. Það eru leikkonurnar Anna Brynja Baldursdóttir og Alda Arnardóttir sem leika í sýningunni, leikstjóri og höfundur handrits er Pétur Eggerz, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga en Kristján Guðjónsson er höfundur tónlistar. Frumsýning er áætluð í mars, en sýningin verður ferðasýning sem einkum verður farið með í heimsóknir í leikskóla landsins.
24.12.2008 | 14:00
Kertasníkir hinn þrettándi
Þá er síðasti jólasveinninn, hann Kertasníkir, kominn til byggða. Hann kíkti í heimsókn á Þjóðminjasafninu og hitti þar fyrir stóran hóp prúðbúinna barna sem færðu honum fullt af kertum að gjöf. Það gladdi Kertasníki mjög, þótt honum þyki vaxkerti nútímans ekki jafnast á við gömlu góðu tólgarkertin. Þau voru nefnilega svo góð á bragðið. Það er hinsvegar ekkert varið í að bíta í vaxkertin. Þess vegna tekur Kertasníkir þau með sér í hellinn sinn þar sem hann kveikir á þeim eftir jólin.
Möguleikhúsið þakkar Kertasníki og bræðrum hans fyrir komuna núna í desember og Þjóðminjasafninu fyrir ánægjulegt samstarf.
GLEÐILEG JÓL!
23.12.2008 | 15:37
Hinn fjölhæfi Ketkrókur
22.12.2008 | 16:07
Gáttaþefur stakk nefinu inn ...
21.12.2008 | 12:17
Gluggagægir gægðist inn
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 15:42