21.2.2008 | 10:53
Höll ævintýranna á Hvanneyri
19.2.2008 | 11:53
Langafi prakkari í 07/08 bíó leikhús
14.2.2008 | 18:08
Æfingar hafnar á Aðventu
Æfingar standa nú yfir á Aðventu Gunnars Gunnarssonar í Möguleikhúsinu við Hlemm. Það er Alda Arnardóttir sem hefur unnið leikgerð upp úr verkinu, en hún er einnig leikstjóri sýningarinnar. Sýningin er unnin með aðferðum frásagnarleikhússins þar sem aðeins einn leikari, Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, er sögumaður og bregður sér í öll hlutverk sögunnar. Tónlist og hljóðmynd kemur einnig til með að skipa stóran sess í sýningunni, má í raun segja að hún gegni hlutverki annars leikara. Það er Kristján Guðjónsson sem er höfundur hljóðmyndarinnar, en þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur með okkur að sýningu í Möguleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir sem oft hefur unnið með Möguleikhúsinu, síðast í sýningunni um Sæmund fróða.
Frumsýning á Aðventu er áætluð í fyrri hluta mars.
12.2.2008 | 21:11
Danmörk - Ísland 40 - 5
Lauslegur samanburður á stuðningi íslenska menntamálaráðuneytisins annars vegar og danska menningarmálaráðuneytisins hins vegar þegar kemur að hlutfalli barnaleikhúss í verkefnastyrkjum til sjálfstæðra leikhúsa leiðir eftirfarandi í ljós:
ÍSLAND:
Heildarupphæð hjá íslenska menntamálaráðuneytinu er IKR 66.100.000
Barnaleikhús eru að fá í sinn hlut IKR 3.500.000 eða 5,3%
Af 100 starfslaunamánuðum sem leikhópum er úthlutað úr Listasjóði hljóta barnaleikhús 6 mánuði eða 6%
Samanlagt gerir þetta 5,65%
DANMÖRK:
Heildarupphæð hjá danska menntamálaráðuneytinu er DKK 83.955.000
Barnaleikhús eru að fá í sinn hlut DKK 34.175.000 eða 40%
STAÐAN ER SEMSAGT 40 - 5 DANMÖRKU Í VIL
Miðað við þetta erum við bara að standa okkur nokkuð vel í fótboltanum ...
Hér er stuðst við upplýsingar sem finna má á heimasíðum ráðuneytanna tveggja
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2008 | 19:00
Lýst eftir stefnu!
Það er athyglisvert að bera saman heimasíður menntamálaráðuneytanna á norðurlöndunum. Á öllum síðunum nema einni er að finna sérstaka síðu þar sem fjallað er um börn og menningu. Og hvaða ráðuneyti skyldi það nú vera sem ekki hefur upp á að bjóða neina stefnu í þessum málum? Jú, rétt til getið, það er það íslenska. Hér með lýsum við eftir stefnu íslenska menntamálaráðuneytisins í þessum málaflokki, því við viljum ekki trúa því fyrr en í fulla hnefana að okkur sé ekki jafn annt um börnin okkar og frændum okkar á norðurlöndunum. Hér eru til fróðleiks slóðirnar á síður umræddra ráðuneyta:
http://www.menntamalaraduneyti.is/
http://www.minedu.fi/OPM/Kulttuuri/lastenkulttuuri/?lang=sv
http://www.regjeringen.no/nb/dep/bld/tema/andre/Barn-og-ungdom-Ansvar-og-politikk.html?id=86974
http://www.regeringen.se/sb/d/1897/a/12524
8.2.2008 | 18:57
Möguleikhúsinu boðið til Bandaríkjanna
Möguleikhúsinu hefur verið boðið til Bandaríkjanna á næsta leikári með leiksýninguna Völuspá. Þetta eru vissulega gleðilegar fréttir á sama tíma og leikhúsið berst fyrir lífi sínu eftir að Menntamálaráðuneytið setti það út af sakramentinu.
Völuspá var frumsýnd á 10 ára afmæli Möguleikhússins árið 2000. Höfundur Völuspár er Þórarinn Eldjárn, leikstjóri Peter Holst, tónlistarstjóri Guðni Franzson og leikmynd eftir Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz og Stefán Örn Stefánsson. Sýningin hlaut með eindæmum góðar viðtökur, fékk íslensku leiklistarverðlaunin Grímuna og var sýnd víða um lönd, m.a. í Rússlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi og Færeyjum. Sýningum á Völuspá lauk formlega fyrir tveimur árum síðan, en nú liggur semsagt fyrir að sýningin verður tekin upp að nýju og hver veit hvert leiðir hennar munu liggja í framtíðinni.
Við segjum nánar frá leikferðinni þegar ítarlegi upplýsingar liggja fyrir.
7.2.2008 | 19:31
Eigum við að draga upp danska fánann?
Eins og fram hefur komið hlýtur Möguleikhúsið engan stuðning frá Menntamálaráðuneytinu þetta árið. Þetta leiðir hugann að samanburði við sambærileg leikhús í nágrannalöndunum. Í Danmörku hefur um árabil verið staðið sérlega vel að starfsumhverfi barnaleikhúsa. Þangað höfum við í Möguleikhúsinu oft sótt innblástur og í tvígang fengið leikstjóra þaðan.
Árið 2000 fengum við hingað Peter Holst til að leikstýra Völuspá, sem hlaut síðar Grímuverðlaunin. Peter rekur sitt eigið leikhús í Danmörku, Det lille turneteater. Það er fróðlegt að bera það leikhús saman við Möguleikhúsið því þau eiga margt sameiginlegt, en annað ekki.
Bæði voru leikhúsin stofnuð 1990.
Möguleikhúsið hlaut í fyrsta sinn styrk frá íslenska menntamálaráðuneytinu 1994 en Det lille turneteater frá danska menntamálaráðuneytinu 1995.
Möguleikhúsið sýnir fyrir 15-20.000 áhorfendur á ári en Det lille turneteater fyrir 20-25.000 áhorfendur.
Á þessu ári hlýtur Möguleikhúsið kr. 0 frá menntamálaráðuneyti Íslands en Det lille turneteater kr. 46.930.000 frá danska menntamálaráðuneytinu.
Að auki geta dönsk barnaleikhús sem sýna í skólum verðlagt sínar sýningar allt að tvöfalt á við það sem við getum hér heima.
Maður veltir fyrir sér hvort þetta með sjálfstæðið hafi verið mistök ...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 19:01
Brotið á rétti barna
5.2.2008 | 12:37
Mikið fjallað um úthlutanir til leikhópa
Það hefur verið talsverð umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga um úthlutanir Menntamálaráðuneytisins til sjálfstæðra leikhúsa og þá staðreynd að þar er Möguleikhúsið sett út í kuldann að þessu sinni. Við í Möguleikhúsinu sitjum sveitt við það að reyna að finna lausn á málinu, munum ekki hætta starfseminni hér þegjandi og hljóðalaust. Þetta hefur haft þau áhrif að lítt hefur verið unnt að sinna annarri vinnu, æfingar á Aðventu hafa að mestu legið niðri, en vonandi gefst okkur eitthvert tóm til að halda þeim áfram á næstunni. Í morgun var viðtal við Aino Freyju Järvelä í morgunútvarpi Rásar 1 þar sem fjallað var um styrkveitingarnar. Viðtalið má heyra á þessari slóð:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4379699/6
Í ljósi þeirrar athygli sem Möguleikhúsið og saga þess hefur fengið undanfarið fylgir hér ein mynd af fyrstu sýningu leikhússins vorið 1990, en það var Grímur og galdramaðurinn eftir Pétur Eggerz.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 12:49
Menntamálaráðuneytið hafnar Möguleikhúsinu
Við úthlutun styrkja Menntamálaráðuneytisins til leiklistarstarfsemi og úthlutun listamannalauna hefur komið í ljós að í ár hlýtur Möguleikhúsið, í fyrsta skipti í fjórtán ár, engan stuðning til áframhaldandi starfsemi. Áður hefur Möguleikhúsið fengið synjum við umsóknum sínum til Barnamenningarsjóðs, Menningarsjóðs félagsheimila og Fjárlaganefndar. Eini opinberi stuðningurinn sem leikhúsið hefur fastan í hendi þetta árið er starfssamningur við Reykjavíkurborg, en þar fær það við 3 milljónir króna í ár. Samningurinn var endurnýjaður á síðasta ári og þá skorinn niður um 25% frá því sem fyrir var. Við þessar aðstæður er ekki unnt að halda starfsemi leikhússins áfram. Við blasir að ef ekki fæst meiri stuðningur verður að segja upp húsnæðinu við Hlemm og hætta að hafa starfsmenn á launum. Þar með er því starfi sem byggt hefur verið upp á undanförnum 18 árum stefnt í voða og næsta víst að leikhúsið mun hætta starfsemi áður en langt um líður. Möguleikhúsið hefur starfað samfleytt frá árinu 1990 og á þeim tíma frumsýnt 30 leiksýningar fyrir börn og unglinga auk þess að standa fyrir margvíslegri annarri starfsemi, t.d. verið með leikhúsnámskeið fyrir börn. Árlega sýnir leikhúsið fyrir tíu- til tuttuguþúsund áhorfendur um land allt.Frá árinu 1994 hefur Möguleikhúsið hlotið stuðning árlega frá Menntamálaráðuneytinu í formi starfslauna og/eða beinna fjárveitinga. Þetta hefur orðið til þess að unnt hefur verið að halda uppi samfelldri starfsemi í leikhúsinu og þeir sem að því standa hafa getað helgað því krafta sína.Í fjórtán ár hefur leikhúsið haft aðsetur við Hlemm þar sem það hefur yfir að ráða sal fyrir rúmlega 100 áhorfendur, sem er fyrsta leikhúsið á landinu sem sérstaklega var ætlað börnum. Á síðasta ári hlaut Möguleikhúsið fjárveitingu frá Fjárlaganefnd Alþingis, að upphæð 2 millj. króna, til viðhalds og endurbóta á húsnæðinu. Hætti leikhúsið starfsemi hefur þeim peningum verið kastað á glæ.
Það er því deginum ljósara að á komandi vikum verða aðstandendur Möguleikhússins að róa lífróður til að bjarga leikhúsinu og mun ekki veita af aðstoð vina og velunnara.Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)