20. mars – Alþjóðlegur leikhúsdagur barna

Áhorfendur á sýningu MöguleikhússinsFrá árinu 2001 hefur 20. mars verið haldinn sem alþjóðlegur leikhúsdagur barna og ungmenna um heim allan og verið fagnað af leikhúsfólki sem helgar starf sitt leiksýningum fyrir börn og unglinga. Megintilgangur alþjólega barnaleikhúsdagsins er að vekja athygli almennings á því starfi sem fram fer innan leikhúsanna fyrir börn og unglinga og gera veg barnaleikhússins sem mestan. 

Í tilefni af alþjóðlegum leikhúsdegi barna í ár hefur Þórarinn Eldjárn, að beiðni Samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi, samið eftirfarandi ávarp.

Ávarp á alþjóðlegum leikhúsdegi barna
20. mars 2009
eftir Þórarin Eldjárn


Leikhúsmiði......

og leikarar uppi á sviði.

Þar sem allir geta orðið það sem þeir vilja.

Þau æpa, hvísla, syngja, tala, þylja....

eitthvað sem allir krakkar skilja.

Fullorðnir verða börn og börnin gömul um stund

Breytist einn í kött og annar í hund.

Leikararnir skemmta, fræða, sýna, kanna, kenna...........

Kæti, læti, tryllingur og spenna.

Stundum er verið að reyna að ráða gátur

svo reka sumir upp taugaveiklaðan hlátur

og beint á eftir byrjar í salnum grátur.

Samt er alveg ótrúlega gaman

hvernig allir geta setið þarna saman

og horft á hvað leikararnir eru snarir í snúningum

og í sniðugum búningum.....

Þess vegna er alveg full ástæða til að þakka

að þessi dagur í dag skuli vera frátekinn sem alþjóðlegur leikhúsdagur krakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband