Alli Nalli fær fjórar stjörnur

Alli Nalli og tungliðFrumsýningin á Alla Nalla og tunglinu, sunnudaginn 8. mars, gekk ljómandi vel og óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar.
Elísabet Brekkan skrifaði leikdóm í Fréttablaðið og gaf sýningunni fjórar stjörnur. Hún segir m.a.;
"Sýningin var litskrúðug og skapandi, það var örvandi sköpun sem varð til meðan börnin horfðu á (...) Þessi sýning er mjög vel sniðin fyrir alyngstu áhorfendurna frá svona tveggja ára aldri og upp úr. Notkun litanna í uppfærslunni, bæði í búningunum og myndunum sem upp var brugðið var sérstaklega skemmtileg og skýr."
Næsta sýning á Alla Nalla og tunglinu verður í Gerðubergi laugardaginn 28. mars kl. 14:00, miðaverð er kr. 1.500 og tekið er á móti pöntunum í s. 5622669 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband