12.2.2008 | 21:11
Danmörk - Ísland 40 - 5
Lauslegur samanburður á stuðningi íslenska menntamálaráðuneytisins annars vegar og danska menningarmálaráðuneytisins hins vegar þegar kemur að hlutfalli barnaleikhúss í verkefnastyrkjum til sjálfstæðra leikhúsa leiðir eftirfarandi í ljós:
ÍSLAND:
Heildarupphæð hjá íslenska menntamálaráðuneytinu er IKR 66.100.000
Barnaleikhús eru að fá í sinn hlut IKR 3.500.000 eða 5,3%
Af 100 starfslaunamánuðum sem leikhópum er úthlutað úr Listasjóði hljóta barnaleikhús 6 mánuði eða 6%
Samanlagt gerir þetta 5,65%
DANMÖRK:
Heildarupphæð hjá danska menntamálaráðuneytinu er DKK 83.955.000
Barnaleikhús eru að fá í sinn hlut DKK 34.175.000 eða 40%
STAÐAN ER SEMSAGT 40 - 5 DANMÖRKU Í VIL
Miðað við þetta erum við bara að standa okkur nokkuð vel í fótboltanum ...
Hér er stuðst við upplýsingar sem finna má á heimasíðum ráðuneytanna tveggja
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
Þú átt við Íslandi í vil - eða er það orðið keppikeflið að ná sem lengst sem styrkþegi úr ríkissjóði?
Það mætti auðvitað skoða það að hækka skattana aftur svo hægt verði að bæta fleirum við og gefa meira á ríkisjötuna?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:31
Það er auðvutað sjónarmið út af fyrir sig að segja að það sé Íslandi í vil að hér hafi börn að hafa lakari rétt til að njóta menningar en þeir fullorðnu. Kannski við eigum bara að fara að segja frá því með stolti hvað við eyðum litlu fé í þau og getum splæst miklu í okkur sem komin erum til vits og ára.
Hér erum við að tala um hlutfallsskiptingu þeirra peninga sem ráðuneytið nýtir til að fjárfesta í listum. Umræða um upphæðir er annað mál og lengra.
Möguleikhúsið, 12.2.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.