31.1.2008 | 22:52
Möguleikhúsið slegið af?
Þá er það ljóst. Möguleikhúsið hlýtur enga styrki frá Menntamálaráðuneytinu þetta árið. Þetta er okkur gríðarlegt áfall og setur framtíð leikhússins í fullkomið uppnám. Við munum að sjálfsögðu reyna hvað við getum til að fá okkar hlut réttan, en ef enginn stuðningur fæst er ljóst að draga verður verulega úr allri starfsemi leikhússins. Eftir tæplega átján ára starf við uppbyggingu barnaleikhúss þykja okkur þetta kaldar kveðjur. Meira um þetta síðar, nú reynum við að safna kröftum og jafna okkur.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 1.2.2008 kl. 09:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru hörmulegar fréttir. En það er víst aldrei á vísan að róa í þessum bransa.
Herðið upp hugann!
Hallmundur Kristinsson, 31.1.2008 kl. 23:10
Við gerum okkar besta. Þakka þér stuðninginn Hallmundur, þú ert öðlingur!
Möguleikhúsið, 1.2.2008 kl. 07:22
Lifi Möguleikhúsið!!!!
Bergur Þór Ingólfsson, 1.2.2008 kl. 10:47
Möguleikhúsið verður að starfa áfram framlag þess til barnamenningar á Íslandi er ómetanlegt. Skamm Leiklistarráð -
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.