6.11.2007 | 12:51
Hrafnaþing í Möguleikhúsinu
Nánari umfjöllun um erindi Sigurðar er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar/nr/667, en dagskrá Hrafnaþings í vetur má finna á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/
6.11.2007 | 11:23
Leikhópur á ferð og flugi
4.11.2007 | 12:34
Landið vifra í Hveragerði
31.10.2007 | 19:04
Langafi prakkari á Akranesi
29.10.2007 | 11:42
Andlitslyfting við Hlemm
29.10.2007 | 11:29
Regnboginn hefur stigið sín fyrstu spor í Möguleikhúsinu
22.10.2007 | 15:50
Strengjaleikhúsið æfir í Möguleikhúsinu við Hlemm
Strengjaleikhúsið er um þessar mundir að æfa flautu- og leikbrúðuverkið Spor regnbogans í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Í sýningunni, sem ætluð er börnum á leikskólaaldri, endurspeglast tilfinningar, samskipti og litir regnbogans í tónlistinni. Höfundur að handriti og leikbrúðum er Messíana Tómasdóttir, en Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari leikur tónverkið SPOR eftir Karólínu Eiríksdóttur í sýningunni. Á sviðinu eru einnig Aino Freyja Järvelä og Sigríður Sunna Reynisdóttir sem stjórna leikbrúðunum Svaninum og Ófelíu.
Það er okkur í Möguleikhúsinu sérstök ánægja að fá Strengjaleikhúsið til okkar, ekki síst þar sem forsprakki þess, Messíana Tómasdóttir, hefur oft unnið með okkur að sýningum sem höfundur leikmynda og búninga, síðast í sýningunni um Sæmund fróða.
Frumsýning á Sporum regnbogans verður laugardaginn 27. október kl. 14:00, en eftir það verður boðið upp á sérstakar sýningar fyrir leikskóla.
19.10.2007 | 13:05
190. sýning á Langafa prakkara
190. sýning Möguleikhússins á leikritinu Langafi prakkari verður í Öskjuhlíðarskóla mánudaginn 22. október. Leikritið, sem byggir á sögum Sigrúnar Eldjárns, var frumsýnt 14. október 1999 og þá sýnt við miklar vinsældir um þriggja ára skeið. Sýningar voru síðan teknar upp að nýju í janúar á þessu ári og ljóst að vinsældir Langafa og Önnu litlu hafa síst minnkað frá því sem áður var, en það eru þau Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem leika þau skötuhjúin. Langafi prakkari er þar með komin í hóp allra vinsælustu sýninga Möguleikhússins, en sýningarmetið á sýningin um hinar böldnu systur Snuðru og Tuðru, en sýningar á henni urðu 221 talsins. Nú er bara að sjá hvort Langafa takist að slá það sýningarmet.
18.10.2007 | 15:55
Mikil eftirspurn eftir jólasýningum Möguleikhússins
Mikil eftirspurn er eftir sýningum á jólaleikritunum Hvar er Stekkjarstaur? og Smiður jólasveinanna sem Möguleikhúsið býður upp á nú fyrir jólin. Grunn- og leikskólar keppast nú við að bóka sýningar og er lausum sýningardögum óðum að fækka. Er sérstaklega ánægjulegt að sjá með hve auknum fyrirvara skólar eru nú að bóka sýningar. Er því um að gera fyrir þá sem eru að velta fyrir sér að fá sýningu í skólann sinn að draga nú ekki um of að panta.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 11:11
Höll ævintýranna á austurlandi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)