Sjöundi dagur leiklistarnámskeiðs

7. dagur - 16. júní

Eftir stutt spjall um drauma o.fl. fórum við að æfa okkur í að segja sögu í hópnum, þannig að hver bætti við einni nýrri setningu. Síðan var skipt í tvo hópa sem fengu hvor um sig það verkefni að leikgera sögu sem hinn hópurinn hafði búið til. Eftir það var unnið að spunum þar sem skoðað var hvernig var tekið á móti kerlingunni með sálina hans Jóns síns þegar hún kom að hliðum himnaríkis. Æfingum var haldið áfram eftir hádegið, en í lok dags kom myndlistarkonan Hildigunnur Birgisdóttir til okkar, en hún ætlar að hjálpa okkur að hanna útlit á sýninguna okkar.


Sjötti dagur leikhúsnámskeiðs

6. dagur - 14. júní

3009508_14Það mættu allir sprækir og kátir eftir helgarfrí. Fyrst var farið í nokkra stutta spuna þar sem m.a. voru búnar til sjónvarpsauglýsingar. Að því loknu var haldið áfram að vinna með spunaþættina sem unnið var með í lok föstudagsins, sem byggðu á sögunni um Sálina hans Jóns míns. Margar góðar hugmyndir sem komu þar. Eftir hádegið var unnið í dansatriði og síðan haldið áfram með Sálina hans Jóns míns.


Fimmti dagur leikhúsnámskeiðs

3008554_125. dagur - 12. júní

Eftir að hafa farið í hópæfingar til að efla hlustun, samvinnu og ímyndunarafl voru teknir fyrir nokkrir léttir spunar, m.a. þar sem einn var ósýnilegur og fleira í þeim dúr. Eftir hádegi var haldið áfram með seinni hluta blindingsleiksins frá því á mánudag. Efir það var tekið til við að semja nokkur létt dansspor sem gaman væri að flétta inn í lokasýninguna.


Fjórði dagur leikhúsnámskeiðs

4. dagur - 11. júní

3007600_11Eftir stutta upphitunarleiki í Gerðubergi tókum við strætó í Árbæjarsafnið. Þar fengum við leiðsögn um safnið og reyndum að lifa okkur inn í gamla tíma. Eftir að hafa borðað nestið var skipt í hópa sem unnu spuna á staðnum og léku fyrir framan gömlu Árbæjarhúsin. Það var ekki nema tæpur klukkutími eftir af námskeiðstímanum þegar við komum aftur í Gerðuberg, en það dugði þó til að vinna tvo nýja spuna byggða á sögunni um Sálina hans Jóns míns, þar sem við kynntumst því meðal annars hvernig Jóni vegnaði eftir ársdvöl í Himnaríki.


Þriðji dagur leikhúsnámskeiðs

3. dagur - 10. júní

3007517_10Það var farið í hópspuna og leiki í morgun. M.a. spegilæfingu og síðan bjuggu þau til myndastyttur hvert úr öðru sem síðan lifnuðu við. Að því loknu lásum við söguna og kvæðið um Sálina hans Jóns míns. Nýttum söguna svo í spuna sem unnir voru í tveimur hópum. Eftir hádegið var haldið áfram að vinna með sömu söguna í nýjum hópum og á dálítið breyttum forsendum.


Annar dagur leikhúsnámskeiðs

2. dagur - 9. júní

3007268_9Einn nýr þátttakandi bættist við á námskeiðið í dag, þannig að nú eru krakkarnir orðnir 10 talsins. Eftir upphitunarleiki var farið í umhverfisspuna þar sem allir þurftu að ímynda sér að þeir væru að ganga í mismunandi umhverfi. Svo var skipt í hópa og undirbúnir spunar þar sem hópur á ferðalagi lenti í hættum vegna óvæntra breytinga á umhverfi. Eftir hádegið var síðan haldið áfram að vinna ferðalagsspuna í litlum hópum


Fyrsti dagur sumarnámskeiðs Möguleikhússins

NámskeiðHið árlega sumarnámskeið Möguleikhússins hófst í Gerðubergi mánudaginn 8. júní. Þátttakendur að þessu sinni eru 10 talsins, á aldrinum 8-12 ára. Leiðbeinendur eru Aino Freyja Järvelä, Pétur Eggerz. og Alda Arnardóttir. Þeim til aðstoðar eru Bergljót Pétursdóttir, Birgitta Rós Laxdal og Pétur E. Pétursson.

1. dagur - 8. júní

Við hófum námskeiðið okkar stundvíslega kl. níu í morgun í Gerðubergi. Það er í fyrsta sinn sem Möguleikhúsið fær að vera með námskeiðið þar og kunnum við húsráðendum Menningarmiðstöðvarinnar bestu þakkir. Það voru 7 stelpur og 2 strákar sem mættu í morgun, en við eigum von á a.m.k. einni stelpu til viðbótar síðar í vikunni. Við hófum daginn á að fara í nokkra nafnaleiki og síðan hópspuna. Eftir hádegi var farið í blindingsleik og endað á sívinsælum spunaleik, "puttalingnum".


Alli Nalli og tunglið hlýtur tilnefningu til Grímuverðlauna

Alli Nalli og tungliðSýning Möguleikhússins á barnaleikritinu Alli Nalli og tunglið hefur verið tilnefnd til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, sem barnasýning ársins 2009. Sýningin byggir á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur, en höfundur leikritsins og leikstjóri er Pétur Eggerz. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur, tónlist samdi Kristján Guðjónsson og leikarar eru Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir. Grímuverðlaunin verða afhent í Borgarleikhúsinu 16. júní og verður athöfninni sjónvarpað.

Möguleikhúsið sýnir Völuspá í Bandaríkjunum

VöluspáMöguleikhúsið er þessa dagana á leikferð í Bandaríkjunum með leiksýninguna Völuspá. Í gær voru sýningar í Rutgers leikhúsinu í Camden í New Jersey. Um 600 áhorfendur komu að sjá sýninguna og voru undirtektir mjög góðar. Á laugardag verður sýning í Scandinavia House í New York.

Völuspá eftir Þórarin Eldjárn var frumsýnd árið 2000 og hefur síðan gert mjög víðreist. Auk sýninga á Íslandi hefur verið farið með verkið í leikferðir til Svíþjóðar, Rússlands, Finnlands, Þýskalands, Frakklands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna. Sýningin hlaut á sínum tíma Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin.

Leikstjóri Völuspár er daninn Peter Holst, leikmynd gerði Anette Werenskiold frá Noregi, tónlistarstjóri er Guðni Franzson en á sviðinu eru Pétur Eggerz leikari og Stefán Örn Arnarson sellóleikari.


Vel heppnaðri leikferð Langafa prakkara lokið

Bíllinn og Möguleikhúskerran með Öræfajökul í baksýnVel heppnaðri leikferð Möguleikhússins með leiksýninguna Langafi prakkari um austurland er nú lokið. Sýnt var á tíu stöðum á fimm dögum á svæðinu frá Raufarhöfn til Öræfasveitar og alls ekið um 1800 kílómetra leið. Móttökur voru hvarvetna með eindæmum góðar og ánægjulegt að finna að kreppan illræmda stóð ekki í vegi fyrir að börnunum væri gert hátt undir höfði. Leikhópur Möguleikhússins þakkar fyrir sig og hlakkar til næstu leikferðar um landið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband