Alli Nalli á ferð og flugi

Alli Nalli og tungliðMöguleikhúsið hefur nú lokið leikferð um vestfirði með leiksýninguna um Alla Nalla og tunglið. Alls voru sýndar 11 sýningar á fjórum dögum og óhætt að segja að móttökur hafi allsstaðar verið mjög góðar. Sannaðist enn sem fyrr að vestfirðingar eru höfðingjar heim að sækja. Það reyndi hins vegar mjög á fólk og farartæki að aka um vegina á fjörðunum sunnanverðum og eiga vestfirðingar stuðning Möguleikhússins vísan í baráttunni fyrir bættu vegakerfi. Undirbúningur er nú hafinn að næstu leikferð með Alla Nalla út á land og er stefnan tekin á norðurland dagana 5. - 9. október. Að því loknu taka við sýningar í Gerðubergi sunnudagana 11. og 18. október kl. 14:00. Miðaverð er kr. 1.500 og tekið er á móti pöntunum í s. 5622669.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband