28.6.2009 | 11:20
Lokadagur leiklistarnámkeiðs
14. dagur - 26. júní
Þá er það sjálfur sýningardagurinn. Það mættu allir klukkan ellefu í morgun og greinileg spenna í loftinu. Við renndum í gegnum verkið og fínpússuðum nokkur atriði. Síðan var farið út í sólina í hádeginu. Klukkan tvö komu um 100 börn af leikjanámskeiðum í Breiðholtinu að horfa á fyrri sýninguna. Allt gekk ljómandi vel og ekki annað að sjá en áhorfendur skemmtu sér hið besta. Eftir sýninguna var slakað á, komið að langþráðum sælgætiskaffitíma og dansað í salnum. Klukkan fimm var það svo stóra stundin. Foreldrar og aðrir aðstandendur flykktust í salinn og lokasýningin hófst á tilsettum tíma. Allt gekk eins og best varð á kosið, krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og hlutu dynjandi lófaklapp að launum. Þar með er námskeiðinu lokið og við hverfum inn í sumarið með bros á vör.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.