25.6.2009 | 14:42
Þrettándi dagur leiklistarnámskeiðs
13. dagur - 25. júní
Sýningin um Sálina hans Jóns míns er nú óðum að taka á sig endanlega mynd og verður sífellt meira gaman að fylgjast með framförum krakkanna á sviðinu. Við renndum tvisvar gegnum verkið, sem nú hefur hlotið nafnið "Horfið til himins" og allir stóðu sig frábærlega. Það er farin að fara fiðringur um mannskapinn og greinilegt að mikil spenna er fyrir morgundeginum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.