22.6.2009 | 09:01
Áttundi dagur leiklistarnámskeiðs
8. dagur - 18. júní
Eftir þjóðhátíðarfrí mættu allir hressir og kátir. Eftir að hafa farið í hópspuna og leikið stutta brandara var haldið áfram að vinna í leikþáttunum um Sálina hans Jóns míns. Nú erum við að byrja að festa þetta meira niður og bæta inn einum og öðrum smáatriðum. Dansinn var líka æfður undor stjórn Bergljótar og Birgittu. Í lok dags var svo farið í spuna þar sem einn talaði á bullmáli og annar gegndi hlutverki túlks.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.