Sjöundi dagur leiklistarnámskeiðs

7. dagur - 16. júní

Eftir stutt spjall um drauma o.fl. fórum við að æfa okkur í að segja sögu í hópnum, þannig að hver bætti við einni nýrri setningu. Síðan var skipt í tvo hópa sem fengu hvor um sig það verkefni að leikgera sögu sem hinn hópurinn hafði búið til. Eftir það var unnið að spunum þar sem skoðað var hvernig var tekið á móti kerlingunni með sálina hans Jóns síns þegar hún kom að hliðum himnaríkis. Æfingum var haldið áfram eftir hádegið, en í lok dags kom myndlistarkonan Hildigunnur Birgisdóttir til okkar, en hún ætlar að hjálpa okkur að hanna útlit á sýninguna okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband