Fjórði dagur leikhúsnámskeiðs

4. dagur - 11. júní

3007600_11Eftir stutta upphitunarleiki í Gerðubergi tókum við strætó í Árbæjarsafnið. Þar fengum við leiðsögn um safnið og reyndum að lifa okkur inn í gamla tíma. Eftir að hafa borðað nestið var skipt í hópa sem unnu spuna á staðnum og léku fyrir framan gömlu Árbæjarhúsin. Það var ekki nema tæpur klukkutími eftir af námskeiðstímanum þegar við komum aftur í Gerðuberg, en það dugði þó til að vinna tvo nýja spuna byggða á sögunni um Sálina hans Jóns míns, þar sem við kynntumst því meðal annars hvernig Jóni vegnaði eftir ársdvöl í Himnaríki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband