
Sýning Möguleikhússins á barnaleikritinu Alli Nalli og tunglið hefur verið tilnefnd til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, sem barnasýning ársins 2009. Sýningin byggir á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur, en höfundur leikritsins og leikstjóri er Pétur Eggerz. Leikmynd og búningar eru eftir Messíönu Tómasdóttur, tónlist samdi Kristján Guðjónsson og leikarar eru Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir. Grímuverðlaunin verða afhent í Borgarleikhúsinu 16. júní og verður athöfninni sjónvarpað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.