28.5.2009 | 14:40
Möguleikhúsið sýnir Völuspá í Bandaríkjunum
Möguleikhúsið er þessa dagana á leikferð í Bandaríkjunum með leiksýninguna Völuspá. Í gær voru sýningar í Rutgers leikhúsinu í Camden í New Jersey. Um 600 áhorfendur komu að sjá sýninguna og voru undirtektir mjög góðar. Á laugardag verður sýning í Scandinavia House í New York.
Völuspá eftir Þórarin Eldjárn var frumsýnd árið 2000 og hefur síðan gert mjög víðreist. Auk sýninga á Íslandi hefur verið farið með verkið í leikferðir til Svíþjóðar, Rússlands, Finnlands, Þýskalands, Frakklands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna. Sýningin hlaut á sínum tíma Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin.
Leikstjóri Völuspár er daninn Peter Holst, leikmynd gerði Anette Werenskiold frá Noregi, tónlistarstjóri er Guðni Franzson en á sviðinu eru Pétur Eggerz leikari og Stefán Örn Arnarson sellóleikari.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 29.5.2009 kl. 04:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.