
Vel heppnaðri leikferð Möguleikhússins með leiksýninguna Langafi prakkari um austurland er nú lokið. Sýnt var á tíu stöðum á fimm dögum á svæðinu frá Raufarhöfn til Öræfasveitar og alls ekið um 1800 kílómetra leið. Móttökur voru hvarvetna með eindæmum góðar og ánægjulegt að finna að kreppan illræmda stóð ekki í vegi fyrir að börnunum væri gert hátt undir höfði. Leikhópur Möguleikhússins þakkar fyrir sig og hlakkar til næstu leikferðar um landið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.