8.5.2009 | 14:30
Langafi prakkari í leikferð um austurland
Dagana 11. 15. maí verður Möguleikhúsið á ferð um suður- og austurland með leiksýninguna Langafi prakkari og verður sýnt í nokkrum grunn- og leikskólum. Sýningar verða á Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði, Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Djúpavogi, Höfn og í Hofgarði.Bækur Sigrúnar Eldjárns um Langafa prakkara hafa um árabil notið mikilla vinsælda meðal yngstu lesendanna. Í þessari leikgerð er stuðst við bækurnar Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Leikritið var fyrst sýnt árið 1999 og urðu sýningar þá rúmlega 150 talsins. Langafi prakkari sneri aftur í janúarbyrjun 2007 og hefur enn sem fyrr notið mikilla vinsælda. Sýningar eru nú orðnar rúmlega 230 talsins. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þó langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Hann passar hana alltaf á daginn þegar pabbi hennar og mamma eru í vinnunni. Þá hefur hann nægan tíma til að sinna henni og þau gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þau skoða mannlífið, baka drullukökur, veiða langömmur og fleira. Þetta er enginn venjulegur langafi
Langafi og Anna eru leikin af þeim Pétri Eggerz og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri og höfundur leikgerðar er Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þorvaldsdóttir, leikmynd er eftir leikhópinn og tónlist er gerði Vilhjálmur Guðjónsson.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.