16.4.2009 | 15:35
Síðustu sýningar á Alla Nalla í Gerðubergi
Síðustu tvær sýningar á Alla Nalla og tunglinu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi núna í vor verða sunnudaginn 19. apríl kl. 14 og sumardaginn fyrsta, 23. apríl, kl. 14. Að því loknu taka við annir hjá leikhóp Möguleikhússins vegna leikferða ofl.
Nú er því um að gera fyrir þá sem ekki hafa enn komið að drífa sig með börnin.
Sýningin hlaut fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins.
Miðaverð er kr. 1.500, miðapantanir í s. 5622669 og á midi.is
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.