14.1.2009 | 14:20
Möguleikhúsið í Stundinni okkar
Möguleikhúsið var í sviðsljósinu í Stundinni okkar sunnudaginn 11. janúar. Aðalgestir þáttarins voru þau Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz, leikarar og aðstandendur Möguleikhússins. Auk þess að vera þar í spjalli við stjórnandann, Björgvin Franz Gíslason, brugðu þau sér í hlutverk tröllabarnanna Þusu og Þrasa. Þá brá Sigurður Hlöðver sér einnig í heimsókn í Möguleikhúsið ásamt ömmu sinni, sem kann að vísu ekki alveg á hvernig best er að haga sér í leikhúsinu. Þátturinn verður endursýndur fimmtudaginn 15. janúar, en einnig má sjá hann á slóðinni http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4444785/2009/01/11/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.