Æfingar hafnar á Alla Nalla

Æfing á Alla NallaNú erum við í Möguleikhúsinu óðum að jafna okkur eftir jólatörnina, en í desember vorum við með fjölda sýninga á leikritunum Hvar er Stekkjarstaur? og Aðventu, auk þess að hafa umsjón með heimsóknum íslensku jólasveimanna í Þjóðminjasafnið. En nýtt ár hefst með nýjum verkefnum og æfingar eru nú hafnar á leikritinu um Alla Nalla og tunglið. Hér er um að ræða sýningu fyrir yngstu áhorfendurna sem byggir á bráðskemmtilegum og sívinsælum sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur. Það eru leikkonurnar Anna Brynja Baldursdóttir og Alda Arnardóttir sem leika í sýningunni, leikstjóri og höfundur handrits er Pétur Eggerz, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga en Kristján Guðjónsson er höfundur tónlistar. Frumsýning er áætluð í mars, en sýningin verður ferðasýning sem einkum verður farið með í heimsóknir í leikskóla landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband