10.1.2009 | 13:36
Æfingar hafnar á Alla Nalla
Nú erum við í Möguleikhúsinu óðum að jafna okkur eftir jólatörnina, en í desember vorum við með fjölda sýninga á leikritunum Hvar er Stekkjarstaur? og Aðventu, auk þess að hafa umsjón með heimsóknum íslensku jólasveimanna í Þjóðminjasafnið. En nýtt ár hefst með nýjum verkefnum og æfingar eru nú hafnar á leikritinu um Alla Nalla og tunglið. Hér er um að ræða sýningu fyrir yngstu áhorfendurna sem byggir á bráðskemmtilegum og sívinsælum sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur. Það eru leikkonurnar Anna Brynja Baldursdóttir og Alda Arnardóttir sem leika í sýningunni, leikstjóri og höfundur handrits er Pétur Eggerz, Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga en Kristján Guðjónsson er höfundur tónlistar. Frumsýning er áætluð í mars, en sýningin verður ferðasýning sem einkum verður farið með í heimsóknir í leikskóla landsins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook


komediuleikhusid
leikhusid
draumasmidjan
id
mariakr
steinunnolina
hallkri
eggmann
stoppleikhopurinn
malacai
arnthorhelgason
polli
asenunni
sjalfstaeduleikhusin
storyteller
dofri
eythora
sokkabandid
kristinm
kvenfelagidgarpur
10fingur
lillagud
sirrycoach
siggikaiser
tjarnarbio
urki
vefritid
theld
vitinn





Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.