Kertasníkir hinn þrettándi

KertasníkirÞá er síðasti jólasveinninn, hann Kertasníkir, kominn til byggða. Hann kíkti í heimsókn á Þjóðminjasafninu og hitti þar fyrir stóran hóp prúðbúinna barna sem færðu honum fullt af kertum að gjöf. Það gladdi Kertasníki mjög, þótt honum þyki vaxkerti nútímans ekki jafnast á við gömlu góðu tólgarkertin. Þau voru nefnilega svo góð á bragðið. Það er hinsvegar ekkert varið í að bíta í vaxkertin. Þess vegna tekur Kertasníkir þau með sér í hellinn sinn þar sem hann kveikir á þeim eftir jólin.

Möguleikhúsið þakkar Kertasníki og bræðrum hans fyrir komuna núna í desember og Þjóðminjasafninu fyrir ánægjulegt samstarf.

GLEÐILEG JÓL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband