Hinn fjölhæfi Ketkrókur

KetkrókurKetkrókur leit inn á Þjóðminjasafninu í morgun. Hann hafði meðferðis ketkrókinn góða sem hann notaði til að krækja sér í hangiketslæri upp um reykháfinn á bæjunum forðum daga. Hann fullyrti að hann  væri gáfaðasti jólasveinninn og sá eini sem hefði tekið tæknina í sína þágu. Honum reyndist raunar fleira til lista lagt, því hann spilaði undir á píanó og söng áður en hann kvaddi. Á morgun sunnudag er von á síðasta jólasveininum, honum Kertasníki, og ef allt fer að óskum er ekki ólíklegt að hann láti sjá sig á safninu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband