Gluggagægir gægðist inn

Gluggagægir Tíundi jólasveinninn, Gluggagægir, kom í heimsókn á Þjóðminjasafnið í morgun. Honum mætti troðfullur salur af fólki, yfir 400 manns. Það fer ekki á milli mála að heimsóknir sveianna í safnið njóta sífellt vaxandi vinsælda. Gluggagægir tjáði gestunum að í raun væri hann að sinna félagsvísindastörfum þegar hann væri að gægjast inn um glugga. Honum þætti svo skelfilega gaman að kanna mannlífið. Hann sá til dæmis inn um Fullur salur af fólkieinn glugga í morgun þar sem pabbinn á heimilinu var að stelst til að fá sér af jólasmákökunum, eftir að hafa bannað börnunum það. Skemmtilegast þótti honum þó að koma í Hveragerði þar sem hann fann hús sem voru ekkert nema gluggar frá grunni og upp í rjáfur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband