Níundi var Bjúgnakrækir

BjúgnakrækirBjúgnakrækir kom í Þjóðminjasafnið í morgun. það var troðfullur salur af börnum og fullorðnum sem tók á móti honum. Hann sagðist sakna þess nokkuð að finna ekki lengur bjúgu sem væru hengd upp í rjáfur í eldhúsunum eins og í gömlu torfbæjunum. Nú væru þau öll rækilega innpökkuð í plast í matvöruverslunum. Svo þykir honum kunnáttu landsmanna um bjúgu hafa farið heldur hrakandi síðustu árin. Það sé aðeins tala um bjúgu, en fáir kannist til dæmis fáir við sperðla, grjúpán og langa. Hann er því búinn að setja saman sérstaka bjúgnaorðabók sem hann er viss um að verði jólabókin í ár, þó hún sé að vísu aðeins til í einu eintaki.  Möguleikhúsið þakkar Bjúgnakræki fyrir komuna og hlakkar til að taka á móti bróður hans, Gluggagægi á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband