Skyrgámur eða Skyrjarmur?

SkyrgámurSkyrjarmur, sá áttundi, eða er það kannski Skyrgámur? Sjálfur segir hann að sér standi á sama hort það sé, bara ef í nafninu sé að finna nóg af skyri. Hann mætti í Þjóðminjasafnið í morgun og hitti þar fyrir hóp af börnum. Hann sagði þeim frá ævintýrum sem hann lenti í forðum daga þegar hann stakk sér á bólakaf í skyrámu til að fela sig. Þegar hann reis upp úr því, þakinn hvítu skyrinu, hélt fólkið á bænum að hann væri draugur! Verra þykir honum þó að í dag er ekki hægt að fá skyr nema í pinkulitlum dósum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband