17.12.2008 | 12:27
Askasleikir notar vitið í askana
Það voru um 300 börn sem heilsuðu upp á jólasveininn Askasleiki er hann arkaði í Þjóðminjasafnið klukkan ellefu í morgun. Að vanda var Guðni Franzson, tónlistarmaður, þar líka sem sérlegur móttökufulltrúi. Kór barna úr Sæmundarskóla söng vísurnar um jólasveinana. Þegar salurinn söng fullum hálsi erindið um Askasleiki birtist hann í eigin persónu. Krakkarnir fengu að hafhenda sveininum ask frá þjóðminjasafninu, en sú gjöf gladdi hann mjög. Sást síðast til hans á leið út úr safninu í leit að mat í askinn. Möguleikhúsið þakkar Askasleiki ánægjuleg kynni, en á morgun er komið að háværasta jólasveininum, sjálfum Hurðaskelli.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.