Pottþéttur Pottasleikir

IMG_7810Það var troðfullur salur af leik- og grunnskólabörnum sem tók á móti Pottasleiki í Þjóðminjasafninu í morgun. Hann sagði þeim frá ævintýrum sem hann lenti í þegar hann fór að sleikja pott á austurlenskum veitingastað. Það var svo sterkt bragð af þeim innansleikjum að hann hélt að það væri að kvikna í sér. Svo fór hann líka í sundlaugarnar því þar hafði hann heyrt af svo góðum heitum pottum. Þeir reyndust þegar til kom fullir af fólki. Pottasleikir fékk að skilnaði vænan gamlan pottpott að gjöf frá Þjóðminjasafninu, en þannig pottar voru notaðir í gömlu hlóðaeldhúsunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband