Stubburinn hann Stúfur

StúfurÞá er stubburinn hann Stúfur kominn til byggða. Það var myndarlegur hópur sem tók á móti honum í Þjóðminjasafninu. Heldur var Stúfur lúinn er hann mætti á svæðið, enda þurft að taka þrisvar sinnum fleiri skref á leiðinni til byggða en hinir skreflöngu bræður hans. Hann fræddi börnin á því að sitt uppáhald hefði ætíð verið að skafa það sem brunnið hefði fast við steikarpönnur. Því var hann einnig nefndur Pönnuskefill. Möguleikhúsið þakkar Stúfi fyrir komuna og hlakkar til að hitta bróður hans, Þvörusleiki, sem næstur kemur til byggða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband