13.12.2008 | 18:50
Giljagaur var annar
Jólasveinninn Giljagaur mætti í Þjóðminjasafnið klukka ellefu í morgun og var þar fagnað af 300 manns, bæði börnum og fullorðnum. Var ekki annað að sjá en kappinn kynni vel að meta þessar höfðinglegu móttökur. Var sénstaklega gaman að sjá kynslóðirnar saman komnar, allt frá ömmum og öfum niður í ungabörn. Giljagaur fræddi viðstadda um hvernig hann hefði á árum áður sætt færis að fiska froðuna ofan af mjólkurfötunum eftir mjaltir. Var hann því stundum nefndur Froðusleikir. En í hinu mjaltavélvædda bændasamfélagi nútímans verður sífellt erfiðara fyrir hann að nálgast mjólkurfroðuna. Möguleikhúsið þakkar Giljagaur fyrir komuna og hlakkar til að taka á móti Stúf bróður hans á sama tíma á morgun.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.