Stekkjarstaur kominn til byggða

Stekkjarstaur Þá er fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kominn til byggða. Hann mætti í Þjóðminjasafnið klukkan ellefu í morgun og hitti þar fyrir ein 200 börn sem komin voru til að heilsa upp á karlinn. Þar var líka tónlistarmaðurinn Guðni Franzson sem söng og spilaði af sinni alkunnu list með krökkunum. Stekkjarstaur fræddi börnin um það af hverju hann er hlaut nafn sitt, en það mun vera af því dregið er hann laumaðist að stekknum þar sem ærnar voru mjólkaðar forðum daga. Þar stóð hann eins og staur svo enginn tæki eftir honum, en sætti svo færis að skjótast að ánum og sjúga mjólkursopa úr spenunum þegar enginn sá til. En í dag verður hann að láta sér nægja kúamjólk úr fernum eins og við hin. Á morgun er von á Giljagaur bróður hans og mun Möguleikhúsið aðstoða við að taka á móti honum á Þjóðminjasafninu líkt og Stekkjarstaur í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband