Jóladagskráin hafin í Þjóðminjasafninu

Grýla, Leppaludi og börnHin árlega jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands hófst sunnudaginn 7. desember með opnun jólasýningarinnar Sérkenni sveinanna og heimsókn skötuhjúanna Grýlu og Leppalúða ásamt jólakettinum. 
Fjölskyldur geta farið í hina sígildu ratleiki Þjóðminjasafnsins. Jólaleikurinn heitir Hvar er jólakötturinn? og snýst um að finna litlu jólakettina sem hafa verið faldir innan um safngripina! Fleiri fjölskylduleikir eru í boði.

Ókeypis er inn á dagskrána á 1. hæð. Safnbúðin er full af þjóðlegum leikföngum, vönduðum minjagripum og bókum og kaffið í veitingastofunni Kaffitári er óviðjafnanlegt.

Þetta er þó aðeins upphafið á hinni líflegu jóladagskrá Þjóðminjasafnsins. Jólasveinarnis leggja af stað af fjöllum og sá fyrsti er væntanlegur klukkan 11 í Þjóðminjasafnið föstudaginn 12. desember. Síðan þramma þessir þjóðlegu náungar til byggða einn af öðrum og koma í Þjóðminjasafnið klukkan 11 á hverjum morgni fram að jólum. Á aðfangadag verður opið milli 11 og 12 til að taka á móti Kertasníki sem kemur síðastur.

Hin þjóðlega jóladagskrá Þjóðminjasafnsins hefur áunnið sér hefð og með árunum eignast allmarga aðdáendur í hópi yngra fólksins. Líkt og undanfarin þrettán ár aðstoðar Möguleikhúsið safnið við að taka á móti þeim jólasveinunum í desember.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband