Aðventa Gunnars Gunnarssonar sýnd í Iðnó

Pétur Eggerz í AðventuMöguleikhúsið sýnir einleikinn Aðventu, sem byggir á samnefndri sögu Gunnars Gunnarssonar, í Iðnó nú á sunnudagskvöldið 7. desember kl. 20:00. Sýningin var frumsýnd á síðasta leikári, en hefur gert víðreist undanafarnar vikur, verið sýnd í framhaldsskólum, fyrir félagsstarf eldri borgara, á dvalarheimilum og víðar. Þá er skemmst að minnast leikferðar austur á Fljótsdalshérað þar sem sýnt var í samvinnu við Stofnun Gunnars Gunnarssonar að Skriðuklaustri.

Sýningin í Iðnó er eina sýningin sem opin er almenningi að þessu sinni og því um að gera fyrir áhugafólk um þessa klassísku sögu að missa ekki af tækifærinu upplifa hrakfarir Fjalla-Bensa á leiksviðinu. Það er Pétur Eggerz sem stendur á sviðinu, leikstjóri og höfundur leikgerðar er Alda Arnardóttir, tónlist er eftir Kristján Guðjónsson, en leikmynd og búninga hannaði Messíana Tómasdóttir. Hægt er að panta miða í miðasölu Iðnó, s. 562 9700


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband