Vel heppnaðri leikferð um Norðurland lokið

Pétur hleður leikmyndinni í bílinn eftir síðustu sýninguna á AkureyriMöguleikhúsið hefur nú lokið vel heppnaðri leikferð með leiksýninguna Hvar er Stekkjarstaur? um Norðurland. Alls voru sýndar 8 sýningar á fimm dögum og voru móttökur allstaðar með eindæmum góðar. Kunna leikararnir, Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir, norðlendingum bestu þakkir fyrir höfðinglegar viðtökur. Veður og færð voru lítt til trafala þrátt fyrir að aðeins gustaði og snjóaði s.l. fimmtudag. Það kom ekki að sök þar sem þann daginn voru aðeins sýningar innanbæjar á Akureyri. Sýningum var svo fram haldið í Reykjavík um leið og komið var suður yfir heiðar og standa áfram næstu vikurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband