Aðventa á slóðum Fjalla-Bensa

Pétur Eggerz les úr Aðventu við kofann TumbaFöstudaginn 7. nóvember s.l. sýndi Möguleikhúsið leikgerð Öldu Arnardóttur af Aðventu Gunnars Gunnarssonar í félagsheimilinu Végarði á Fljótsdalshéraði. Sýningin var í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri. Á undan sýningunni var boðið upp á þjóðlegan kvöldverð að Skriðuklaustri. Var sérlega gaman hversu margir heimamenn, þaulkunnugir sögunni og höfundi hennar mættu á sýninguna og að henni lokinni voru fjörlegar samræður um verkið undir stjórn Skúla Björns Gunnarssonar, forstöðumanns Gunnarsstofnunar. Laugardaginn 8. nóvember var síðan farið í dagsferð á jeppum á söguslóðir Aðventu á Mývatnsöræfum í samstarfi við Ferðafélög Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur og Austurlands- og Húsavíkurdeildir 4X4 og með styrk frá Menningarráði Austurlands. Áð var á helstu sögustöðunum, saga Gunnars rifjuð upp og Arngrímur Geirsson frá Álftagerði í Mývatnssveit, sem gjörþekkir svæðið, sagði sögur af Bensa, sem hann gerðist svo frægur að hitta í eigin persónu. Pétur Eggerz, sem leikur í sýningu Möguleikhússins á Aðventu, las kafla úr verkinu og flutti brot úr sýningunni þar sem við átti. Ferðinni lauk síðan með þjóðlegri kjötsúpu í Möðrudal. Voru þátttakendur allir hinir ánægðustu að leiðarlokum og strax farið að ræða um að endurtaka leikinn að ári.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband