15.10.2008 | 13:48
Möguleikhúsið heldur áfram leikferðum um landið
Í dag, miðvikudaginn 15. október, hófst leikferð Möguleikhússins um norðurland með leiksýninguna Langafi prakkari, sem byggir á sögum Sigrúnar Eldjárns. Ferðin hófst með sýningu á Hvammstanga, en á fimmtudag og föstudag verða sýningar á Akureyri og nágrenni. Þetta er í annað sinn á árinu sem Langafi prakkari heimsækir norðurland, en leikhúsið var einnig á ferð með sýninguna þar s.l. vor. Sýningar á verkinu eru nú orðnar rúmlega 230 talsins og er sýningin sú vinsælasta í rúmlega 18 ára sögu Möguleikhússins. Leikarar í sýningunni eru Bjarni Ingvarsson og Aino Freyja Järvelä, en leikstjóri og höfundur leikgerðar er Pétur Eggerz.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.