26.9.2008 | 15:37
Möguleikhúsinu bætist liðsauki
Möguleikhúsinu hefur nú bæst liðsauki, en Anna Brynja Baldursdóttir hefur hafið hlutastarf hjá okkur. Anna Brynja er að vinna að undirbúningi sérstaks þróunarverkefnis til að fara með í skóla landsins, sem vonir standa til að hægt verði að hrinda í framkvæmd haustið 2009. Auk þess mun hún fara með hlutverk í leiksýningunni Alli Nalli og tunglið, sem frumsýnd verður í mars. Anna Brynja lauk BA prófi í leiklist frá Rose Bruford Collage í London 2005 og bætti að því loknu við sig kennaranámi við Listaháskóla Íslands með sérstaka áherslu á leiklist. Við bjóðum Önnu Brynju hjartanlega velkomna í hópinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.