Möguleikhúsinu bætist liðsauki

Anna Brynja BaldursdóttirMöguleikhúsinu hefur nú bæst liðsauki, en Anna Brynja Baldursdóttir hefur hafið hlutastarf hjá okkur. Anna Brynja er að vinna að undirbúningi sérstaks þróunarverkefnis til að fara með í skóla landsins, sem vonir standa til að hægt verði að hrinda í framkvæmd haustið 2009. Auk þess mun hún fara með hlutverk í leiksýningunni Alli Nalli og tunglið, sem frumsýnd verður í mars. Anna Brynja lauk BA prófi í leiklist frá Rose Bruford Collage í London 2005 og bætti að því loknu við sig kennaranámi við Listaháskóla Íslands með sérstaka áherslu á leiklist. Við bjóðum Önnu Brynju hjartanlega velkomna í hópinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband