22.9.2008 | 13:04
Draugagangur Möguleikhússins í Norræna húsinu
Alþjóðlega barnabókmenntahátíðin Draugar úti í Mýri fór fram í Norræna húsinu nú um helgina. Þar lásu höfundar frá ýmsum löndum upp úr draugasögum fyrir börn auk þess sem kynnt var ný bók með draugalegum smásögum, At, sem er afrakstur verðlaunasamkeppni sem haldin var. Til að auka á draugalega stemmingu voru leikarar Möguleikhússins, þau Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz, fengin til að bregða sér í hlutverk rammíslenskra drauga og hrella hátíðargesti. Tókst það með miklum ágætum. Nánari upplýsingar um bókmenntahátíðina er að finna á slóðinni www.myrin.is
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.