Leikferð um Vestfirði að ljúka

Langafi prakkari Nú líður að lokum leikferðar Möguleikhússins með Langafa prakkara um Vestfirði. Sýningar hafa gengið vel, þrátt fyrir að leikararnir hafi þurft að berjast við hæsi og eitt mesta vatnsveður í manna minnum. Í gær voru síðustu sýningarnar á norðanverðum fjörðunum, á Ísafirði og Suðureyri, en þaðan lá leiðin á suðurfirðina. Ekki mátti þó miklu muna að ekki tækist að komast alla leið þar sem leiðin yfir Dynjandisheiði og Kleifarheiði til Patreksfjarðar var lokuð fram eftir degi vegna vegaskemmda. Það tókst þó að lokum að laga veginn og leikararnir komust til Patreksfjarðar í gærkvöld. Þá var þegar hafist handa við að stilla leikmyndinni upp í sal skólans því fyrsta sýning dagsins í dag fór fram þar nú í morgun kl. 8:30. Þaðan liggur síðan leiðin til Bíldudals þar sem sýnt er í félagsheimilinu Baldurshaga kl. 11:00 og síðasta sýning leikferðarinnar verður í leikskólanum á Tálknafirði kl. 14:00.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband