
Möguleikhúsið hóf leikferð sína um vestfirði með sýninguna vinsælu um Langafa prakkara í dag. Tvær sýningar voru þennan fyrsta dag ferðarinnar, fyrst var sýnt í grunnskólanum á Borðeyri klukkan níu í morgun og síðan á Hólmavík klukkan eitt. Að því loknu var förinni haldið áfram og stefnan tekin á Ísafjörð. Á morgun bíða síðan þrjár sýningar, í Bolungarvík, á Ísafirði og Flateyri. Alls verða sýndar ellefu sýningar í þessari fyrstu leikferð haustsins, sem stendur fram á fimmtudag. Það verður því í nógu að snúast hjá leikhópnum næstu dagana en það eru þau Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem fara með hlutverkin í sýningunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.