Leikárið að hefjast

Langafi prakkari

Nýtt leikár er nú að hefjast hjá okkur í Möguleikhúsinu. Við byrjum á því að fara með hinn sívinsæla Langafa prakkara í leikferð um vestfirði. Erum þessa dagana að bóka sýningar þar og óhætt að segja að undirtektirnar séu mjög góðar. Framundan er síðan önnur leikferð með Langafa um norðurland og ferð með Sæmund fróða um austurland. Með þessum ferðum höldum við áfram að vinna að því að skapa börnum um land allt jafnan aðgang að sýningum leikhússins, því það er bjargföst trú okkar að öll börn eigi jafnan rétt á að njóta menningar hvar á landi sem þau búa. Svo má ekki heldur gleyma því hvað við höfum gaman af að ferðast um landið okkar og hitta gott fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband