27.8.2008 | 22:58
Leikarar Möguleikhússins í heimsókn í Stundinni okkar
Um þessar mundir fara fram upptökur á þáttum vetrarins fyrir Stundina okkar í Sjónvarpinu. Það er Björgvin Franz Gíslason sem sér um þáttinn í vetur og verður hann með nokkuð öðru sniði en verið hefur. Leikarar Möguleikhússins, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz, verða gestir í einum þætti og var hann tekinn upp nýlega. Hér á myndinni má sjá þau í gerfum tröllabarnanna Þusu og Þrasa ásamt Björgvini Franz. Nokkur bið verður þó eftir að sjónvarpsáhorfendur sjái þáttinn þar sem hann er ekki á dagskrá fyrr en í janúar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.