27.8.2008 | 22:27
Ný skrifstofa Möguleikhússins á Tjarnargötu
Möguleikhúsið hefur nú opnað nýja skrifstofu að Tjarnargötu 12. Það er Reykjavíkurborg sem hefur aðstoðað leikhúsið við að koma sér upp aðstöðu þar, en eins og kunnugt er varð leikhúsið að hætta rekstri húsnæðisins við Hlemm eftir að ljóst var að opinber stuðningur var orðinn allverulega minni en áður. Kunna aðstandendur Möguleikhússins borgaryfirvöldum bestu þakkir fyrir að hlaupa með þessum hætti undir bagga nú þegar þrengra er í búi en oft áður. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á skipulagningu næsta leikárs á nýju skrifstofunni og mun það verða kynnt nánar á næstunni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með nýju skrifstofuna, kikka í heimsókn í nýja lókalið þegar ég verð næst í borginni.
Elfar Logi Hannesson, 29.8.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.