Möguleikhúsið ekki lengur við Hlemm

Bjarni Ingvarsson tekur niður skiltið á Möguleikhúsinu við HlemmMöguleikhúsið hefur nú flutt úr húnæðinu við Hlemm þar sem það hefur haft aðsetur frá árinu 1994. Nýir eigendur hafa tekið við því húsnæði og ljóst að þar verður ekki starfrækt leikhús áfram. Þar með hefur leikhússölum landsins fækkað um einn og Möguleikhúsið á ný komið í hóp húsnæðislausara leikhópa. Leikmyndum og öðrum eignum leikhússins hefur verið komið fyrir í geymslu til bráðabirgða, en verið er að leita lausna á húsnæði fyrir skrifstofu á vegum Reykjavíkurborgar. Vonir standa einnig til að æfingahúsnæði finnist fyrir haustið. En þrátt fyrir þessar breytingar heldur Möguleikhúsið áfram fullri starfsemi og er nú unnið að undirbúningi næsta leikárs. A.m.k. sjö sýningar verða í boði næsta vetur og verða sýndar í grunn- og leikskólum um land allt og víðar. Leikárið verður kynnt nánar í lok sumars.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband