27.6.2008 | 18:10
Fjórtándi dagur námskeiðs - lokadagur
14. dagur - 27. júní
Sýningardagurinn mikli er runninn upp. Það var mætt heldur seinna í morgun en vanalega, eða ekki fyrr en kl. ellefu. Eftir að hafa gengið endanlega úr skugga um að allt væri tilbúið fyrir sýninguna var rennt í gegnum verkið. Síðasta tækifæri til að lagfæra og fínpússa. Þá fór að líða að fyrri sýningunni og allir farnir að fá fiðrildi í magann. Klukkan tvö komu svo hingað 100 börn af leikjanámskeiðum til að horfa á sýninguna. Leikararnir stóðu sig með mikilli prýði. Hingað kom líka fjölmiðlafólk, blaðamaður frá Séð og heyrt og útvarpsmaður frá Leynifélaginu á Rás 1 sem tóku viðtal við krakkana. Sýningin fyrir aðstandendur hófst síðan kl. 17 og gekk með eindæmum vel. Fagnaðarlátum ætlaði seint að linna. Þar með er þessu skemmtilega námskeiði lokið og við í Möguleikhúsinu þökkum fyrir okkur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.