26.6.2008 | 16:06
Þrettándi dagur námskeiðs
13. dagur - 26. júní
Allt á suðupunkti. Í upphafi dags hlaupa leikarar um allt hús í leit að leikmunum og búningum, mála það sem eftir á að mála, sauma það sem eftir á að sauma og þar fram eftir götunum. "Vantar einhvern blóð?" er hrópað úr einu horninu, "Á ég líka að mála augabrúnirnar að aftan?" úr öðru horni og "Ég finn ekki nefið mitt!" úr því þriðja. Með undraverðum hætti tekst þó að koma öllu heim og saman og sýningin farin að taka á sig endanlega mynd.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.