Níundi dagur námskeiðs

9. dagur

Eftir morðingjaleiki og nokkrar aðrar léttar æfingar var haldið áfram að vinna að sögunum um Þór og Mjölni. Eftir hádegið fengu allir að klæða sig upp í búninga úr safni leikhússins og síðan var haldið af stað í halarófu niður Laugaveginn með söng og tilheyrandi. Má með sanni segja að hópurinn hafi vakið athygli þar sem hann fór. Förinni var heitið á Austurvöll þar sem tveir leikþættir voru leiknir fyrir gesti og gangandi í sól og blíðu. Er við komum aftur í leikhúsið gafst tími til stuttrar dansæfingar áður en haldið var í helgarfrí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband