18.6.2008 | 14:17
Sjöundi dagur námskeiðs
7. dagur
Eftir þjóðhátíðarfrí mættu allir sprækir til leiks. Hófum daginn á léttum geimveruspuna þar sem krakkarnir léku geimverur sem komust í kynni við stól, en vissu ekki til hvers átti að nota hann. Síðan var haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrradag og prjónað við sögurnar úr goðheimum. Í tilefni veðurblíðunnar unnið dálítið úti á Miklatúni eftir hádegið. Afraksturinn síðan sýndur inni í leikhúsinu. Við enduðum svo daginn á hópdansi undir stjórn Ragnheiðar Lóu og Bergljótar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.